Hringhamar 21-25

Glæsilegar eignir

Stærðir á íbúðum eru frá 75 til 125 m2. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum frá Arens (Ormsson)  Tæki í eldhúsum eru einnig frá Ormsson. Húsið er álklætt fjölbýlishús með lyftu og sérinngangi inn í hvert hús. Íbúðirnar eru með sér svalir eða verönd á jarðhæðum. Sérgeymslur eru á jarðhæð hússins ásamt hjólageymslu.
Lóð húsanna er björt og opnast í suð-vestur.

002_103_LivingRoom2

Umhverfið

Staðsetning hverfisins er góð með tilliti til útivistar á fallegum útivistarsvæðum eins og til dæmis Ástjörn, Helgafelli og Hvaleyarvatni. Þá er stutt í íþróttaiðkun Hauka á Ásvöllum og grunn- og leikskóli eru mjög nálægt.

  • Nálægð við náttúru og skóla, leikskóli er fyrirhugaður í nokkra metra fjarlægð.
  • Öruggar göngu- og hjólaleiðir í skóla og leikskóla í næsta nágrenni.
  • Krónan og Dominos í 3 mínútna akstursfjarlægð í Norðurhellu.
  • Íþróttasvæði Hauka má finna í 5 mínútna akstursfjarlægð.  Þar er einnig Ásvallalaug, World Class og Bónus.
  • Ný Ásvallabraut veitir greiða samgönguleið til og frá svæðinu án þess að þurfa að fara í gegnum Vellina.
Camera004

Húsin

  • Bílastæði er á tveimur hæðum með hitalögn er í efra plani fyrir snjóbræðslu
  • Mögulegt verður að setja rafbílahleðslu við hvert bílastæði. Þ.e. ídráttarlagnir í lóð verða til staðar.
  • Húsin eru einangruð að utan og klædd með viðhaldslítilli álklæðningu
  • Stórar svalir með sandblásnu gleri.

Hönnun

Við tókum hús á Rafael Cao arkitekt og fengum hann til að segja okkur frá hönnun Hringhamars.